Tölvuleikurinn „Deus Ex“

Fólk sem þekkir mig dálítið veit að ég hef ekki mikinn áhuga á að spila tölvuleika. Ég verð að játa að ég spilaði í mesta lagi 10 tölvuleika í lífi mínu. Það er áhugavert af því að ég veit að mikið af forriturum spilar oft og gjarnan tölvuleika. Svo eiga þeir oft ein eða fleiri leikjatölvur og láta mikinn pening af hendi fyrir tölvuleika. Mér fannst alltaf skemmtilegra að forrita og finna út úr því sem maður getur gert með tölvu og rafeindatækni. Ég á til dæmis Arduino og hugsa um að skrifa einhvern tíma smá syrpu um það sem maður getur gert með slíkri vél. En nóg af því – þessi grein skal fjalla um tölvuleikaröð „Deus Ex“ sem er uppáhaldstölvuleikurinn minn.

Fyrsti leikurinn syrpunnar kom út árið 2000 og ég man að ég las grein um hann í þýska tölvutímaritinu „c’t“ og var strax hrifinn af honum. Samt var ég ekki enn 18 ára gamall og þurfti að sannfæra mömmu til að fara í verslun með mér og kaupa mér leikinn. „Deus Ex“ spilar í árinu 2052 og fjallar um njósnara „JC Denton“ sem er með liðskipti. Liðskiptin leyfa honum að stökkva hærra eða hakka tölvur í leiknum o.s.frv. Leikmaðurinn þarf að ákveða hvaða liðskipti hann vill nota og það er ekki hægt að nota öll sem eru í boði. Alltaf er hægt að fara á ýmsum vegum í leiknum og svo er til dæmis hægt að klára hann án að drepa fólk. Mér finnst það ennþá mjög skemmtilegt og áhugavert að maður getur ákveðið hvernig leikurinn á að vera – ef hann vill spila skotaleik, er „Deus Ex“ skotaleikur en ef leikmaður vill spila njósleik er hann njósleikur.

Einnig er sagan mjög áhugaverð, spennandi og skemmtileg. Á meðan leikurinn er í gangi lærir leikmaðurinn að ekki allt er eins og það virðist. Samtökin sem hann er ráðinn hjá eru aðeins framhlið fyrir fyrirtæki sem ætlar að taka heimsyfirráðin. Á höfðinu fyrirtækisins er maður sem ætlar að sameina sig með tæknigreind til að stjórna öllu á heiminum yfir netið. Auðvitað taka „Illuminati“ þátt og svo eru margir flokkar sem ætla að hafa áhrif á aðalleikarann og maður þarf oft að ákveða hvort hann vill að gera eitthvað fyrir einn flokk eða hinn. Auðvitað hafa ákvarðarnir áhrif á hvernig leikur heldur áfram og hver vinur er og hver óvinur. Að spila þennan leik er eins og að lesa góða bók og maður verður að lesa mikið í leiknum til að fylgjast með sögunni. Og best er að maður getur „lesið“ hana aftur, tekið aðrar ákvarðar og notið fullkomlega öðruvísi sögu.

Svo er „Deus Ex: Invisible War“ framhald leiksins „Deus Ex“ og þótt hann er ekki eins vel gerður og forverinn, er sagan sem spilar 20 ár seinna ennþá áhugaverð og spennandi. Eins og í „Deus Ex“ þarf maður að ferða kringum heiminn til að finna út úr því sem er í skuggunum. Tölvuleikurinn kom út árið 2003 og ég man að ég spurði systur mína sem byrjaði að búa í Bandaríkjunum á þessum tíma, hvort hún gæti sent mér hann sem afmælisgjöf. Leikurinn „Deus Ex: Invisible War“ fjallar um „Alex D“ sem er klón af „JC Denton“ og fer á úrvalsskóla sem eyðileggist á árás. Í kjölfarið lærir hann að skólinn sé einnig framhlið fyrir fyrirtæki með öðrum takmörkum en hann helt áður. Svo finnur hann út úr því að hann var aðeins tilraunadýr fyrirtækisins til að prófa nýja tækni.

Á árinu 2013 kom út „Deus Ex: Human Revolution“ sem spilar 25 ár áður en „Deus Ex“. Leikurinn er auðvitað miklu betri en forverar sem útlit varðar og fjallar aðallega um þema sem er fyrirliggjandi í öllum leikum syrpunnar: Hversu mikil tækni er of mikið svo að maður er ekki lengur maður heldur vél. Mér finnst þetta þema mjög áhugavert sérstaklega á þessum tímapunkti þegar maður bætir fleiri og fleiri tækni við sér. Voru tölvur á síðasta áratug síðustu aldar staðbundnar vélar sem þurftu leiðslur til að tengja netið, tekum við þeim með okkur í dag. Vélar eru alltaf tengdar netið og senda ýmsum fyrirtækjum gögn. Og ef maður notar snjallúr sem mælir blóðþrýsting, veit fyrirtæki ekki aðeins hvar hann er eða hvað hann gerir heldur einnig hversu hress hann er. Svo verður maður meira og meira lífsmáti með viðbætum sem hann skilur ekki fullkomlega (Ég er sérfræðingur í tölvu og skil ekki fullkomlega allt sem farsíminn minn gerir…) og ég held að þetta sé eitthvað sem þarf að ræða í samfélagi. Finnst mér gott að leikasyrpa „Deus Ex“ setur þetta þema á borðið án að vera leiðinleg leiðbeining um siðfræði.

Í ágúst kemur út „Deus Ex: Mankind Divided“ sem fjallar aðeins meira um þessi vandkvæði og ég verð að játa að ég hlakka mjög til þessa leiks. Ég mæli öllum sem hafa að minnsta kosti pínulítinn áhuga á tölvuleikum að spila „Deus Ex“ syrpu einhvern tíma.

Birt í tölvuefni | Færðu inn athugasemd

Íslenskur matur og íslensk menning í Berlín

Berlín er ekki Ísland. Það er víst og augljóst. Fiskurinn sem maður getur keypt hérna er að minnsta kosti eins dags gamall og einnig koma Sóley og Svavar Knútur ekki fram á hverjum degi. Samt er hægt að njóta mikils sem er íslenskt jafnvel þegar maður býr í Berlín. Allt sem maður þarf að gera til að finna íslenskt efni í Berlín, er að googla eða bara lesa þessa grein.

WP_20141109_18_33_15_Raw

Íslenska gatan í Berlín – samt finnur maður ekki mikið sem er íslenskt á henni og þarf að fara kringum bæinn til að skemmta sér á íslenskan hátt.

Mjög áhugaverðar fyrir þýskt fólk eins og íslenskt fólk eru íslenskar bíómyndir. Eru þær margar og sumar af þeim eru virkilega skemmtilegar og áhugaverðar. Á veturna er alltaf bíómyndaárstíð á Kulturhus Berlin. Á þessum tíma ársins er Nordischer Filmklub í fullum gangi og svo eru ekki bara íslenskar myndir sýndar heldur einnig myndir frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og svo framvegis. En það er ekki allt: Á síðunni Kulturtipps getur maður fundið allt sem er á sjónvarpinu og útvarpinu og jafnvel sýningar sem Norður-Evrópu varðar. Alltaf gott að kíkja á þessa síðu til að finna eitthvað íslenskt til að gera.

Svo langar mann af og til að borða íslenskt lakkrís og það er algjörlega eitthvað sem maður getur ekki bara keypt í venjulegri sölubúð í Þýskalandi. Svo er í Kreuzberg lakkrísbúð sem heitir Kadó og selur margt af (en ekki aðeins) íslensku lakkrísnammi. Alltaf hægt er að kaupa hreint lakkrís frá Íslandi og oft eru jafnvel Draumar í boði.

Þýskaland er landið bjórsins – ekki hægt að neita því. Stundum held ég að Íslendingar flytja til Þýsklands aðeins til að hafa loksins úrval of bjórum. Og í millitíðinni er ekki aðeins hægt að kaupa þýskan bjór hérna heldur einnig marga bjóra frá útlöndum. Og svo selur Berlin Bier Shop sem er á Kirchstrasse í Moabit íslenskan Einstök Bjór. Er þessi búð ekki bara bjórbúð heldur einnig stórgóð vínbúð og svo er afgreiðslumaðurinn ekki aðeins vinsamlegur heldur einnig alvítur um allt sem bjór og vín varðar. (Og já, hún er einnig ein af sölubúðum í Berlín sem hafa góða eplavínið frá Gutshof Kraatz í boði.)

Mikið af íslenskri menningu fer fram á sendiráði Íslands í Berlín. Er sendiráðið hluti af byggingunni sem heitir „Nordische Botschaften“ og sem er einnig með félagshús sem er kallað „Felleshus“. Á veturna fara bíómyndasýningar af Nordischem Filmklub fram í Felleshus ein einnig eru margar sýningar og ýmislegir viðburðir sem sendiráðið heldur í Felleshus.

Ísland er vel þekkt fyrir bókmenntir landsins. Er Halldor Laxness ekki aðeins frægasti ríthöfundurinn landsins heldur einnig nóbelsverðlaunahafi sem er þekktur um allan heim. Svo er ekki alslæm hugmynd að lesa stundum eina eða aðra bók sem kemur frá klakanum. Í Berlín getur maður keypt bækur frá Íslandi í Pankebuch bókaverslun sem er á hverfinu Pankow. Auðvitað er hægt að kaupa þýskar útgáfur íslenskra bóka en einnig getur maður pantað íslenskar útgáfur. Svo eru af og til fyrirlestrar íslenskar bóka eða bóka sem fjalla um Ísland í þessari bókaverslun. Best er að kíkja af og til á fésbókarsíðuna verslunarinnar.

Og hvað er í matinn? Fyrst og fremst er rándýrt íslenskt veitingahús dóttir í Berlín sem býður gestum sérstakan, bragðgóðan mat sem er aukin matargerð. Það er ekkert úrval, borðað verður það sem kemur á borðinu og eitt máltíð kostar kringum 60 evrur. Svo er best að fara á þennan veitingastað á kvöldin til að borða framúrskarandi mat og njótastemmningar veitingahússíns.

Þau sem kunna að meta frekar góðan hamborgara en auknu matargerðina vita að Ísland er með mikla æfingu hvað skyndibita varða. Og svo er líka Hamborgarabullan Tómasar með útibú í Berlín. Hægt er að fara í búðina á Invalidenstrasse til að smakka ótrúlega góðan hamborgara en líka getur maður pantað sér hamborgara með frönskum heim.

Sem eftirréttur getur maður þá borðað íslenskt skyr. Síðan 2015 er hægt að fá skyr frá fyrirtækinu Arla í ýmsum sölubúðum í Þýskalandi. Er það ekki nákvæmlega eins og skyr er á Íslandi en betra en ekkert. Svo mæli ég með skyri sem maður getur keypt í LIDL-verslun. Það er dálítið betra en Arla-skyr. Best er að kaupa hreint skyr (sama hvort LIDL- eða Arla-skyr) og blanda það með ávexti sjálfur. Inn í hreinu skyri er að minnsta kosti ekkert sætuefni. Aðeins í Berlín er hægt að kaupa íslenskt salt í verslun sem heitir Goldhahn & Sampson og er í Prenzlauer Berg.

Til að kynnast Berlín betur mæli ég með fólki sem gerir múr- og önnur túra kringum Berlín. Heimasíðan þeirra heitir Berlínur og það er einnig fésbókarsíða til að fylgja með og vera í sambandi við þau.

Vantar bara yfirlit um tónleika sem eru haldnar af íslenskum tónlistamönnum og hljómsveitum í Berlín. Best er hugsanlega að kíkja á listann sem Icelandic Music Export semur á netinu. Er hann ekki aðeins fyrir Berlín og einni ekki alumfangsmikill en þessi listi inniheldur nokkra íslenska tónleika sem fara fram í Berlín, Þýskalandi og jafnvel Evrópu.

Vona ég að þessi listi hjálpar þeim sem eru nýflutt til Berlínar eða bara í stuttri heimsókn að finna eitthvað íslenskt í stóra bænum. Finnst mér mjög áhugavert og gott hversu mikið Ísland er í Berlín.

Birt í Berlínardót | Færðu inn athugasemd

Berlín X Reykjavík

Janúar endar og svo er aftur tíminn fyrir Berlín X Reykjavík-hátíðina! Hún fer fram í dag á Michelberger Hóteli sem er á Warschauer Str. 39-40 og á morgun á Badehaus Szimpla Musiksalon sem er á Revaler Straße 99 (RAW-Gelände).

Og svo koma fram listamenn Beatmakin Troopa, Arni Vector og sem aukagestir Jafet Melge og Ambátt í kvöld.

Á morgun eru þá aðaltónleikarnir í Badehaus á RAW-Gelände. Það kostar bara 10 evrur inn og listamenn sem koma fram eru Stereo Hypnosis, Epic Rain, Steve Sampling (sem ég get þá loksins notið í beinni) og Mike Hunt Is Your Uncle.

Svo ef þið hafið áhuga á sérstaklega góða raftónlist og eruð í Berlín um helgina, mæli ég með að fara á Berlín X Reykjavík. En ef þíð eruð í höfuðborgarsvæðinu Íslands, það er einnig Reykjavíkurútgáfa hátíðarinnar sem fer fram á næstu helgi.

Birt í Berlínardót, skemmtilegt dót, tónlist | Færðu inn athugasemd

Vinátta og félagsblindingjar

Það er nú bara þannig. Maður labbar glaðlega kringum heiminn, fer í nám, finnur atvinnu á eftir og hugsar sér að gera eitthvað til gamans í lífi sínu sem áhugamál. Auðvitað hittir maður alltaf nýtt fólk ef hann felur sig ekki í íbúðinni sinni. Sumir eru skemmtilegri, sumir ekki, sumir eru lengri tíma hluti af lífinu manns, sumir fara brot strax. Lífið er þannig og eins og það litur út verður það þannig þangað til maður drepst.

Auðvitað hittir maður af og til skrítið og undarlegt fólk. Til dæmis yfir sig ástfangin kona sem eltir mann á röndum eða tölvanörda sem það erfitt er að gera eitthvað þótt þeir eru skemmtilegir. Allt ekkert mál og bara smá stress í lífi mannsins. En þá, einhvern tímann, í lífi sínu hittir maður félagsblindingja.

Það hlýtur að vera smá hlé hérna.

Vá, er þetta ótrúlega óþægileg og einstök upplifun í lífinu manns. Í byrjun er allt ótrúlega fínt: Félagsblindinginn hefur áhuga á mann, það lítur út eins og félagsblindingi kann virkilega að meta mann og vináttu sína. Og það gengur svo vel langan tíma – þangað til félagsblindingi er búinn að komast að því sem hann þarf að vita til að stýra fórnarlambi sínu. Á þessum tímapunkti hafði félagsblindingi orðinn hluti af vinahópi mannsins. Svo notar hann allt sem hann hefur til að gera mann vitlaus: Lygar, vini, orð, fésbókarpósta. Félagsblindinginn lýgur, reynir að hafa áhrif (í merkingu af „manipulate“) á mann og vina sem þeir eiga sameiginlegir. Það er merkilegt hvaða vegi félagsblindingi tekur til að spilla mann sem hann kallar vin og hversu tillitslaus slíkur félagsblindinginn kemur fram við hann.

Kemur það alltaf eins og það hlýtur að koma þegar einn reynir að fara með annan á þennan hátt. Maður hefur ekki lengur áhuga á því að vera í sambandi við félagsblindingja og reynir að slíta vináttuna. Samt er maður ekki ókurteis og reynir að gera það á almennilegan hátt. Er það bara stærsta mistök sem maður getur gert. Allt sem maður gerir til að rekja allt sem er tengt við vináttu er rángt og verður sniðgengið. Svo er maður neyðast til að hætta dót (t.d. vefsíðu til að auglýsa þjónustu félagsblindingjans) sem maður gerði fyrir hann af því að ekki hægt er að bara afhenda honum það. Félagsblindinginn mun aldrei gera eitthvað þannig að það er þægilegt fyrir báða: Hann veit að stress þyðir aðallega stress fyrir fórnarlambið – og það er það sem hann vill. Í stað að enda vináttu á samræmdan hátt verður það „rósastríð“ um allt sem fer meira og meira í taugarnar á manni.

Allt endar og svo kemur tíminn sem maður heldur að einnig svona rugl sé komið að lokum. En nei, maður gleymdi að það er ennþá vinir sem maður á og sem eru einnig vinir félagsblindingjans. Fyrir félagsblindinginn er maður ekki lengur náanlegur í beinni og svo notar félagsblindinginn vini. Hann lýgur að þeim til að varpa rýrð á fórnarlambið sitt og reynir allt sem hann getur gert til að hafa ennþá áhrif á fórnarlambið sitt.

Að lokum (sem er þá virkilega lokin) þarf maður að ákveða hvort hann er ennþá með taugasterk til að reyna að verja sig gegn rugli sem kemur enn frá félagsblindingjanum yfir vini til hans, hvort hann getur höndlað að vinir sem höfðu aldrei tekið þátt í vináttu félagsblindingjans og fórnalambs síns og voru bara vinir sem báðir þekkir fyrir tilviljun, hætta vináttu án að láta maður vita af hverju. Það er eins og að hætta sértrúarflokk – kannski verra. Áhugavert er hversu mikinn tíma sumir notar til að gera lífið annarar erfiðara.

Félagsblindinginn sem ég hitti á ferð minni sem heitir lífið var einmitt íslenskukennari minn og þótt ég er glaður að hann er ekki lengur hluti af lífi mínu, veit ég að hann mun finna annað fórnarlamb bráðum af því að vinnan síns er fullkomin til að vera félagsblindingi: Alltaf nýir nemendur, alltaf ný fórnarlömb. Er ég fullviss um það að hægt er að sumir af þeim sem eru vinir minir og á sama tíma vinir hans eru nú fúlir út í mig fyrir þennan texta um hann sem sé svo ótrúlega góður og skemmtilegur maður. Ef þið ætlið að slíta vináttu við mig vegna þessa bloggpósts: Látið til ykkar taka! Mig langar ekki lengur að halda mér uppteknum með þessu bulli og sýna ykkur gjarna hurðina út. Játa ég núna að ég slítti nokkrar vináttar sjálfur. Þótt mér þykir það mjög leitt að missa suma af þeim sem vinum, langar mig að hafa það loksins rólegt og skemmtilegt aftur og þetta er ekkert sem ég get fengið aftur á meðan ég á vini sem láta hann hafa áhrif á mig og okkur. Það er því miður aðeins einn vegur: Sambandsslit – ég þurfti að læra það á harðan hátt og reyndi að ræða og umbera of langan tíma.

Ætla ég að skrifa um eitthvað skemmtilegt aftur í næstu viku: Hugsanlega um tónleika sem ég ætla að fara á um helgina.

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

David Bowie

Í gær dó breski rokktónlistarmaðurinn David Bowie. Þótt ég var aldrei sérstaklega stór aðdáandi hans, var hann stór hluti lífs míns. Systir og mamma mín eru stórir aðdáendur frá því að ég get munað og svo langar mig að skrifa eitthvað um hann og hvernig hann hafði áhrif á lífið mitt.

Ég veit ekki nákvæmlega hvenær systur mín byrjaði að vera aðdáandi Bowies en ég man að við sátum einhvern tímann í stofunni og vorum að horfa á „Glass Spider-Tour“-vídeóspólur sem systur mín keypti eða fékk sem gjöf (ég fann þessar báðar spólur undanfarið í kommóðu mömmu). Ef ég man rétt foru mamma og systir tvísvar á tónleika hans á síðasta áratugi síðasta aldarinnar. Eitthvað sem ég gerði aldrei. Fyrst var ég hugsanlega of lítill til að koma með og annað hafði ég ekki virkilega mikið áhuga á því að fara á tónleika Bowies. Kannski af því að hann var tebolli systur mínnar ekki minn – hún lærði jafnvel að spila saxófón vegna hans – og kunni það frekar vel.

Það var bara ein plata Bowies sem ég keypti og hún var ekki breiðskífa heldur bara smáskífa sem heitir „Hallo Spaceboy“. Lagið er samvinna Bowies og Pet Shop Boys og var oft spilað í tónlistarsjónvarpi í Þýskalandi á þessum tíma. Ég kunni og kann ennþá að meta þetta lag mjög vel og svo keypti ég plötuna. Man ég að ég hlustaði á hana alla ferð þegar við mamma fórum í ferðalag til Parísar á tíunda áratugi. Það var annað lag á þessari smáskífu og útgáfan gaf mér alltaf gæsahúð þótt ég þekkti það áður þegar Bowie söng lagið með Queen. Nafnið lagsins er auðvitað „Under Pressure“ og á smáskífu „Hallo Spaceboy“ er dúettsfélagi Bowies bassaleikari Gail Ann Dorsey.

Af því að mamma og systir mín eiga næstum því allar plötur hanns þekki ég auðvitað mestu lögin hans. Verð ég að játa að ég var alltaf hrifinn af lögunum „Space Oddity“, „Ashes to Ashes“, „Heroes“, „Jump They Say“, „Looking for Satellites“ og miklum meira. Svo var ekkert vandamál fyrir mig að bjóða mömmu 2013 til að fara á sýninguna „David Bowie is“ í Lundúnum. Sýningin var ótrúlega frábær og áhugaverð jafnvel fyrir mig sem var aldrei á einar af tónleikum hans. Því miður tók ég engar myndir – ég var bara hrífinn af öllum og reyndi að lesa og taka inn eins mikið og hægt var. Er ég glaður að ég keypti að minnsta kosti plakat sýningarinnar sem hangir núna í forstofu minni.

Í morgun fékk ég svo smáskilaboð frá mömmu að David Bowie sé látinn og ég verð að játa að mér finnst mjög skrítinn núna. Var hann alltaf einhvern veginn til í fjölskyldu minni. Er ég einnig glaður að maður sem gékk alltaf hans eigin vegi nýtti öll tækifærin til að gera tónlistina sem hann vildi að gera. Er ég mjög þakklátur fyrir tónlist Bowies og vona að hann sem kóm frá Mars til okkar finni nú svarta stjörnu til að hvíla í fríði.

Bless bless og takk fyrir allt David Bowie.

Birt í tónlist | Færðu inn athugasemd

Loksins! Myndir úr fortíðinni (teknar með Agfamatic 4008)

000 - agfamatic 4008

Á föstudagskvöldið fékk ég loksins myndir sem ég tók með Agfamatic 4008 myndarvélinni á meðan ég var á Íslandi í nóvember 2015. Notaði ég filmur sem eru kallaðar „Color Tiger“ frá Lomography. Breytti ég þær ekki nema mynd sem var mjög ónýt. Svo er hægt að skoða myndir fyrir neðan:

004

Esjan frá Perlunni

003

Miðbær Reykjavíkur frá Perlunni

002

Nautholsvík

001

Tjarnin með fríkirkjunni

005

Hraunfossar

010

Basalt á Snæfellsnesi

011

Strönd á Snæfellsnesi

007

Hóll á Snæfellsnesi

009

Hóll með Snæfellsjökli

008

Snæfellsjökull

013

Afgangur skips

012

Snæfellsjökull

006

Strönd á Snæfellsness

014

Harpa

015.01

Ónýt mynd af Hallgrímskirkju…

015.02

…á eftir ég gerði við hana.

Var rosalega gaman að taka þessar myndir með þessari myndavél og ég ætla að taka hana með mér þegar ég ætla að fara til Íslands í sumar. Samt verð ég að kaupa meira filmur áður en ég fer í þetta sinn. Það er nú bara þannig að ekki hægt að skoða myndir beint á eftir maður er búinn að taka þær. Og svo voru margar myndir ekki ótrúlega góðar. Hefði verið betra að taka nokkrar myndir af ákveðið myndefni til að vera viss að að minnsta kosti eitt af þeim er góð.

Jæja, af því að ég þurfti að nota Photoshop til að gera við mynd (Photoshoppaðar myndir eru eitthvað sem ég hatar), þarf ég að hlusta tíu sinnum á „Photoshop Handsome“ eftir hlómsveitina Everything Everything núna. ;-)

Birt í Ísland, Myndir, Reykjavíkurdót | Færðu inn athugasemd

Vandamál úr fortíðinni: Að láta framkalla filmur

Jæja, eiginlega ætlaði ég að hlaða upp smá myndasafn af myndunum sem ég tók á meðan ég var á Íslandi á síðasta ári. En ekki einfalt er að láta framkalla filmurnar sem ég notaði þá. Eru þær nefnilega ekki venjulegar filmur heldur kallað „Instamatic 110“. Þegar ég heimsótti Ísland notaði ég myndavél sem er kallað „Agfamatic 4008“ til að taka myndir. Keypti ég hana ekki af því að það er aftur í tísku að nota slíkar myndavélar aftur heldur fékk ég hana frá mömmu fyrir löngu. Ætlaði ég fyrir að minnsta kosti sama tíma til að nota myndavélina en fyrst var erfitt að kaupa nýjar filmur fyrir hana (sem maður getur gert núna á vefsíðunni fyrirtækisins lomography).

Gleymdi ég fullkomlega hversu mikið vesen var að láta framkalla filmu í gamla daga. Og svo var ég fram til þessa þrisvar í verslun til að skoða hvort filmur eru búnar. Verð að játa að ég gerði smá mistök fyrst og stakk báðar í sama töskuna. Beið ég eina viku bara til að lesa að ekki hægt sé að framkalla filmur ef meira en ein filma eru í tösku. Það var á þorláksmessu sem er hugsanlega skemmtilegastur dagur ársins til að fara á Mall í Berlín. Voðalega vesen var þetta…

Ætla ég að fara aftur í búðina í kvöld og vonandi eru filmur búnar og ég get skannað þær um helgina. Verið þið stillt!

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd